[sam_zone id=1]

Heimsdeildin (World League): Liðin sem leika til úrslita – Serbía

Final 6 í Heimsdeildinni hófst í vikunni en leikið er til úrslita í Brasilíu og leikið er uppá Heimsdeildarbikarinn.

Við ætlum að fara aðeins yfir liðin sem taka þátt í Final 6 og kynna liðin aðeins ásamt því að fara yfir sögu liðana í keppninni sem og skemmtilega tölfræði.

Serbía:

Serbía enduði í 3.sæti í riðlakeppninni með 6 sigra úr 9 leikjum. Serbía eru í 10.sæti á heimslista FIVB. Nikola Grbic er þjálfari liðsins og hann þarf vart að kynna enda einn besti leikmaður Serbíu frá upphafi. Grbic tók við Serbíu árið 2015 og stýrði þeim strax til sigurs í Heimsdeildinni árið 2016. Gribic lék einnig með landsliði Júgoslavíu og vann hann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið 1996, þá vann hann einnig til gullverðlauna á Ólympíuleikunum með Serbíu árið 2000.

Serbía hefur tekið þátt 20 sinnum í Heimsdeildinni og eru þar innifaldar þáttökur undir merkjum Júgoslavíu og sameiginlegs liðs Serbíu og Svartfjallalands. Liðið tók fyrst þátt árið 1997 og þá undir merkjum Júgoslavíu. Liðið hefur 13 sinnum farið alla leið í úrslitakeppnina en aðeins 1 sinni unnið keppnina og var það í fyrra.

Serbía hóf Final 6 með leik gegn Bandaríkjunum og endaði sá leikur með 3-1 tapi. Serbía mætir svo Frakklandi í dag í leik uppá sæti í undanúrslitum.

Ef við förum aðeins yfir leikmannahóp Serbíu þá telur leikmannahópurinn alls 3.592 cm í hæð og er meðalhæð leikmanna 200 cm. Hávaxnasti leikmaður Serbíu er hinn 27 ára gamli Petar Krsmanovic en hann er 205 cm á hæð. Lágvaxnasti leikmaður Serbíu er hinsvegar hinn 26 ára gamli Maksim Buculjevic sem er 192 cm á hæð.

Skemmtilegt tölfræði um liðið:

Meðalhæð: 200 cm
Hávaxnasti leikmaður: Petar Krsmanovic, 205 cm
Lávaxnasti leikmaður: Maksim Buculjevic, 192 cm
Fjöldi leikmanna yfir 200 cm: 10/18
Heildarhæð leikmanna: 3.592 cm

Leikjahæsti leikmaður: Marko Podrascanin, 227 leikir
Heildarleikir leikmanna: 956 leikir
Fjöldi leikmanna með 0 leiki: 1/18

Elsti leikmaður liðsins: Nemanja Petric, 29 ára
Yngsti leikmaður liðsins: Miran Kujundžić, 20 ára
Meðalaldur liðsins: 25 ár

Hæsta smasshæð: Marko Ivovic, 365 cm
Meðal smasshæð: 343 cm