[sam_zone id=1]

Heimsdeildin (World League): Frakkar áfram í undanúrslit, Serbía situr eftir

Frakkland og Serbía mættust í dag í síðasta leik í 6 liða úrslitum Heimsdeildarinnar og er því ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum.

Frakkar sigruðu Bandaríkin 3-2 á meðan Serbía tapaði 3-1. Serbía þurfti því nauðsynlega sigur í dag á meðan frökkum dugði tvær hrinur.

Serbía sem eru ríkjandi Heimsdeildarmeistarar byrjuðu leikinn ekki næginlega vel og töpuðu fyrstu tveim hrinum leiksins 25-21 og 25-20. Þessar tvær hrinur tryggðu frökkum áfram í undanúrslit og ljóst að Serbía átti ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit. Nikola Grbic þjálfari Serbíu tók þá allt byrjunarliðið sitt útaf í 3. hrinu og setti alla varamennina inná og fór þá loks einhvað að gerast. Serbía náði að snúa leiknum við og jafna 2-2. Frakkar slökuðu full mikið á eftir að hafa tryggt sig áfram en voru þó meðvitaðir um það að ef þeir myndu tapa leiknum þá myndu þeir mæta heimamönnum frá Brasilíu í undanúrslitum, sem þeir vildu ekki. Þeir settu því aftur í gírinn og tóku oddahrinuna 15-11 og því með leikinn 3-2 (25-21, 25-20, 17-25, 18-25, 15-11).

Það er þvi nokkuð ljóst að Serbar ná ekki að verja titilinn þetta árið.

Stigahæstur í leiknum var Stephen Boyer leikmaður Frakklands með 21 stig.