[sam_zone id=1]

Heimsdeildin (World League): Brasilía áfram í undanúrslit eftir sigur á Rússlandi

Sex liða úrslit í Heimsdeilinni héldu áfram í dag og var fyrri leikur dagsins leikur Brasilíu og Rússlands, final 6 fer fram í borginni Curitiba í Brasilíu.

Brasilía mætti Kanada í opnunarleik final 6 og hafði þar betur 3-1, Rússar mætti svo Kanada mönnum í gær og höfðu Kanada betur 3-0 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum.

Rússar þurftu nauðsynlega á sigri að halda í dag til að halda sér inní keppninni og að sama skapi urðu Brasilía að fá góð úrslit til að komast í undanúrslit. Rússland stillir upp heldur ungu og breyttu liði í keppninni og var útlitið ekki gott fyrir þá undir lok riðlakeppninnar. Rússar sýndu góðan leik í dag og náðu að standa í hárinu á Brasilíu og endaði leikurinn með sigri Brasilíu 3-2 (25-18, 18-25, 25-19, 22-25, 16-14)

Stigahæstur í leiknum var Ricardo Lucarelli Souza frá Brasilíu með 25 stig, næstir á eftir honum komu Dmitry Volkov og Maxim Zhigalov frá Rússlandi, báðir með 17 stig.

Það eru því Kanada og Brasilía sem komust áfram í undanúrslit og ræðst það í kvöld hvaða liðum þau mæta.

Alls voru 14.390 áhorfendur á leiknum í dag.