[sam_zone id=1]

Stigahæstu leikmenn Mizunodeildarinnar og lið ársins

Í dag var voru afhent verðlaun fyrir stigahæstu leikmenn Mizunodeildar karla og kvenna fyrir nýafstaðið tímabil, einnig var opinberað lið ársins. Fór verðlaunaafhending fram í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag kl 12:15.

Stigahæstu leikmenn veturinn 2016-2017 voru eftirfarandi (Aðeins telur deildarkeppnin og því ekki talin stig úr úrslitakeppni):

Mizunodeild kvenna

Uppgjafir: Ana Maria Vidal Bouza – Þróttur Nes, 51 stig úr uppgjöf.

Hávörn: Erla Rán Eiríksdóttir – Stjarnan, 46 stig úr hávörn.

Sókn: María Rún Karlsdóttir – Þróttur Nes, 225 stig úr sókn.

Heildarstig: María Rún Karlsdóttir – Þróttur Nes, 278 stig samtals.

 

Mizunodeild karla

Uppgjafir: Matthew Gibson – Stjarnan, 39 stig úr uppgjöf.

Hávörn: Fannar Grétarsson – HK, 48 stig úr hávörn.

Sókn: Theódór Óskar Þorvaldsson – HK, 247 stig úr sókn.

Heildarstig: Theódór Óskar Þorvaldsson – HK, 314 stig samtals.

 

Í liði ársins í karlaflokki voru eftirfarandi:

Kantur: Michael Pelletier, Stjarnan
Kantur: Jorge Manuel Castano, Þróttur Nes
Miðja: Antonio Burgal, Afturelding
Miðja: Fannar Grétarsson, HK
Uppspilari: Matthew Gibson, Stjarnan
Díó: Hristiyan Dimitrov, KA
Frelsingi: Stefán Gunnar Þorsteinsson, HK

Þjálfari: Rosilyn Rae Cummings, Stjarnan

18361880_10208835751713998_1222281929_o
Lið ársins í Mizunodeild karla,, frá vinstri: Herborg Vera Leifsdóttir tekur við verðlaunum fyrir Hristiyan Dimitrov, Matthew Gibson, Kate Yeazel tekur við verðlaunum fyrir Antonio Burgal, Fannar Grétarsson, Rosilyn Rae Cummings, Michael Pelletier, Stefán Gunnar Þorsteinsson, á myndina vantar Jorge Emanuel Castano.

 

Í liði ársins í kvennaflokki voru eftirfarandi:

Kantur: Elísabet Einarsdóttir, HK
Kantur: María Rún Karlsdóttir, Þróttur Nes
Miðja: Fríða Sigurðardóttir, HK
Miðja: Erla Rán Eiríksdóttir, Stjarnan
Uppspilari: Caila Stapleton, KA
Díó: Kate Yeazel, Afturelding
Frelsingi: Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK

Þjálfari: Emil Gunnarsson, HK

18290064_10208835751753999_1132331286_o
Lið ársins í Mizunodeild kvenna, frá vinstri, Massimo Pistoia tekur við verðlaunum fyrir hönd Emils Gunnarssonar, Kate Yeazel, Herborg Vera Leifsdóttir tekur við verðlaunum fyrir hönd Cailu Stapleton, Erla Rán Eiríksdóttir, Elísabet Einarsdóttir. Á myndina vantar Fríðu Sigurðardóttir, María Rún Karlsdóttir og Steinunni Helgu Björgólfsdóttir.

Efnilegasti leikmaður í kvennaflokki var kosin Eldey Hrafnsdóttir, Þróttur Reykjavík
Efnilegasti leikmaður í karlaflokki var kostinn Máni Matthíasson, HK

18318814_10208835752234011_2072364959_o
Efnilegustu leikmenn í Mizunodeild karla og kvenna, Máni Matthíasson og Eldey Hrafnsdóttir

Besti leikmaður í karlaflokki var kosinn Michael Pelletier, Stjarnan
Besti leikmaður í kvennaflokki var kosin Elísabet Einarsdóttir, HK

18289975_10208835752194010_1973942656_o
Bestu leikmenn í Mizunodeild karla og kvenna, Michael Pelletier og Elísabet Einarsdóttir

Besti dómarinn var kosinn Zdravko Demirev