[sam_zone id=1]

Viðtal við Benedikt Baldur Tryggvason fyrirliða Stjörnunnar

Stjarnan tryggði sér í gær deildarmeistaratitilinn í Mizunodeild karla eftir 3-2 sigur á HK í æsispennandi leik í Ásgarði.

Stjarnan var að vinna sinn fyrsta titil síðan 2012 en þá varð liðið einnig deildarmeistari, síðan þá hefur sá titill verið í höndum HK. Við heyrðum í Benedikt Baldri Tryggvasyni fyrirliða Stjörnunnar og þetta hafði hann að segja.

Jæja Benedikt, fyrsti titill Stjörnumanna síðan 2012, hvernig er tilfinningin?

“Tilfinningin er sæt, sérstaklega mín þar sem þetta er minn fyrsti titill með Stjörnunni síðan að ég byrjaði að æfa með þeim haustið 2012. Þjálfarinn okkar Rosilyn hefur gert ótrúlega hluti með liðið og metnaðurinn hennar smitar útfrá sér og lætur okkur strákana vinna harðar að hlutunum en við höfum nokkurn tímann gert hingað til”

 

Nú hafa átt sér stað nokkurskonar kynslóðaskipti í Stjörnunni og miklar breytingar á liðinu, voru þessar breytingsr ekki bara akkurat það sem Stjörnunni vantaði ?

“Jú fyrir tímabilið voru nokkrir leikmenn sem hættu eftir að hafa spilað í mörg ár fyrir Stjörnuna. Núna eru að ég held fjórir leikmenn á sínu fyrsta tímabili hér og svo fengum við Ismar frá Aftureldingu og Róbert frá Þrótti. Það hafa því verið miklar leikmannabreytingar sem hafa komið vel út. Flestir þeirra leikmanna sem eru hættir að spila æfa hinsvegar ennþá með okkur. Það voru síðan líka þjálfarabreytingar hjá okkur og Rosilyn eins og ég kom aðeins inná áðan hefur verið að gera mjög góða hluti með leikmenn og liðið í heild.”

Nánast fullt hús í Ásgarði í gær þegar titillinn fór á loft, er þetta ekki bara byrjunin ?

“Já rosalega gaman að sjá svona marga í stúkunni í gær og fagna með okkur deildameistaratitlinum, Við stjörnumenn erum hinsvegar engann veginn saddir núna enda rétt aðeins búnir að fá vatnið í munninn þar sem 2 stærstu bikararnir eru eftir.”