[sam_zone id=1]

Úrslit ráðin í 1.deild karla

Eftir leiki helgarinnar er nokkuð ljóst að úrslit eru ráðin í 1.deild karla en Vestri tryggði sér sigur í deildinni.

Þó að enn séu eftir 5 leikir í deildinni þá er nokkuð ljóst að lokastaða liða mun ekki breytast.

Vestri tryggði sér efsta sætið með tveimur sigrum á Fylki um helgina en Fylkir endar í 5. og neðsta sæti. Hamar er það lið sem hefur hvað mest ógnað Vestra í vetur en það er nokkuð ljóst að þeir ná þeim ekki á stigum og enda því í 2.sæti deildarinnar. Lið HKB endar í 3.sæti en HKB er eina liðið sem hefur unnið Vestra í vetur. Í 4.sæti kemur svo lið Aftureldingar B.