[sam_zone id=1]

Kvennalið HK fær liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabils

Kvennalið HK hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabils en þær Guðbjörg Valdimarsdóttir og Hanna María Friðriksdóttir hafa snúið aftur í félagið eftir dvöl erlendis.

Guðbjörg Valdimarsdóttir hefur undanfarið eitt og hálft ár verið í íþróttalýðháskóla í Danmörku og spilað með úrvalsdeildar liðinu Elite Volley Aarhus, einnig lék Guðbjörg fyrir unglingalið Ikast.

Við heyrðum aðeins í Guðbjörgu og þetta hafði hún að segja um heimkomu sína:

“Ég er mjög spennt fyrir komandi vetri. Það er orðinn svolítill tími síðan ég hef spilað með HK og tilfinningin er góð að vera komin aftur. Það hafa orðið margar og góðar breytingar á síðustu tímabilum svo dæmi má nefna, nýjir og efnilegir leikmenn og góður þjálfari með mikinn metnað sem skín í gegn á æfingum. Við erum með breiðan hóp og er ég rosalega stolt af liðinu að hafa staðið sig mjög vel á fyrri hlut tímabilsins og standa eftir ósigraðar og þar af leiðandi efstarí deildinni enn sem komið er.

Síðasta tímabil lék ég með úrvalsdeildarliðinu Elite Volley Aarhus og lærði heilmikið af því. Samhliða var ég í íþróttalýðháskóla og stundaði líkamsrækt að kappi ásamt því að æfa einnig með Ikast og keppa fyrir unglingaliðið þar. Ég lærði heilmikið af þessu og fór mikið fram en í lokin fékk ég álagsmeiðsli í baki sem urðu til þess að ég þurfti að hvíla fyrri hluta þessa tímabils. Það var erfitt og skrýtið enda hef ég aldrei þurft að glíma við álagsmeiðsli áður og hef alltaf verið í toppstandi. En nú er ég mun betri enda búin að hugsa vel um líkamann og tilbúinn að takast á við seinni hluta tímabilsins og hlakka rosalega mikið til að byrja aftur að fullu.”

 

captur5e

 

Hanna María Friðriksdóttir kemur aftur til HK eftir nám í Bandaríkjunum en Hanna lék með háskólaliði Wayland Baptist University í Texas.

Hanna María hafði þetta að segja um endurkomu sína í HK:

“Stemmningin er mjög góð! Ég finn það á æfingum hvað allir ætla að gera sitt besta til að ná markmiðum liðsins! Ég er rosalega spennt fyrir komandi tímabili og það er geðveikt gaman að vera hluti af þessum góða hóp aftur!”